Segir vörslusviptingu hrossa í Þrastalundi „ástæðulausan hamagang“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 15:15 Árni Stefán Árnason, lögfræðingur. fréttablaðið/stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán. Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán.
Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56