Einstakt samband Íslands og Grænlands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum. Grænland Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum.
Grænland Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira