Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 10:10 Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. vísir/vilhelm Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. Þar segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,6 prósent og verð á sérbýli um 1,7 prósent. Þetta þýðir að verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,7 prósent á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli um 9,3 prósent. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 5,2 prósentum og hækkar nú í fyrsta skipti frá því í september 2017, að því er segir í Hagsjánni. „Nú er liðið ár síðan verðhækkanir á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Samanburður á milli ára er því farinn að miðast við mun rólegra ástand sem ríkti á seinni hluta ársins 2017. Eins og áður segir eru 12 mánaða tölurnar farnar að mjakast upp aftur, en það eru hreyfingar frá mun lægri stöðu en hefur verið síðustu ár. Það á sérstaklega við um fjölbýlið, en árshækkun fjölbýlis í maí var sú lægsta frá því í febrúar 2011. Væntingar hafa lengi staðið til þess að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast. Þetta myndi líklega þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum. Vaxandi hluti nýrra íbúða af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við,“ segir nánar í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn.„Varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði“ Þar kemur jafnframt fram að sé litið á fyrri hluta ársins 2017 og 2018 í „verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru um 10% af viðskiptum á árinu 2017 og um 23% í ár. Hlutfall nýrra íbúða hefur því aukist töluvert með tilheyrandi áhrifum á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 15,4% dýrari pr. m2 en eldri íbúðir á árinu 2017 og 16,2% dýrari í ár. Nýjar íbúðir hækkuðu um 5,2% milli þessara tímabila þannig að nokkur munur er á verðþróun nýrra og eldri íbúða. Sé litið á verðþróunina frá áramótum hafa nýrri íbúðir hækkað verulega meira en þær eldri. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 102 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur (3,4%) var mun meiri á sama tíma í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 121 m2 og eldri íbúðir 98 m2 (23,2%). Þessar tölur benda til þess að það gangi betur nú að svara eftirspurn eftir minni íbúðum en verið hefur á síðustu árum. Ef þróunin í byggingastarfseminni er sú að tiltölulega fleiri minni íbúðir komi á markað mun það að öðru jöfnu þrýsta verði upp á við. Fermetraverð er jafnan hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Það er ætíð varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast. Ársbreyting fasteignaverðs er nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma. Þá virðist sem framboð sé að aukast á minni íbúðum sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. Reyndar styður mismunandi verðþróun nýrra og eldri íbúða frá áramótum þá kenningu. Niðurstaðan gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförnum árum.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. Þar segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,6 prósent og verð á sérbýli um 1,7 prósent. Þetta þýðir að verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,7 prósent á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli um 9,3 prósent. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 5,2 prósentum og hækkar nú í fyrsta skipti frá því í september 2017, að því er segir í Hagsjánni. „Nú er liðið ár síðan verðhækkanir á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Samanburður á milli ára er því farinn að miðast við mun rólegra ástand sem ríkti á seinni hluta ársins 2017. Eins og áður segir eru 12 mánaða tölurnar farnar að mjakast upp aftur, en það eru hreyfingar frá mun lægri stöðu en hefur verið síðustu ár. Það á sérstaklega við um fjölbýlið, en árshækkun fjölbýlis í maí var sú lægsta frá því í febrúar 2011. Væntingar hafa lengi staðið til þess að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast. Þetta myndi líklega þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum. Vaxandi hluti nýrra íbúða af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við,“ segir nánar í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn.„Varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði“ Þar kemur jafnframt fram að sé litið á fyrri hluta ársins 2017 og 2018 í „verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru um 10% af viðskiptum á árinu 2017 og um 23% í ár. Hlutfall nýrra íbúða hefur því aukist töluvert með tilheyrandi áhrifum á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 15,4% dýrari pr. m2 en eldri íbúðir á árinu 2017 og 16,2% dýrari í ár. Nýjar íbúðir hækkuðu um 5,2% milli þessara tímabila þannig að nokkur munur er á verðþróun nýrra og eldri íbúða. Sé litið á verðþróunina frá áramótum hafa nýrri íbúðir hækkað verulega meira en þær eldri. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 102 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur (3,4%) var mun meiri á sama tíma í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 121 m2 og eldri íbúðir 98 m2 (23,2%). Þessar tölur benda til þess að það gangi betur nú að svara eftirspurn eftir minni íbúðum en verið hefur á síðustu árum. Ef þróunin í byggingastarfseminni er sú að tiltölulega fleiri minni íbúðir komi á markað mun það að öðru jöfnu þrýsta verði upp á við. Fermetraverð er jafnan hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Það er ætíð varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast. Ársbreyting fasteignaverðs er nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma. Þá virðist sem framboð sé að aukast á minni íbúðum sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. Reyndar styður mismunandi verðþróun nýrra og eldri íbúða frá áramótum þá kenningu. Niðurstaðan gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförnum árum.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00
Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54
Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00