Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:46 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundar í síðustu viku. vísir/einar árnason Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35