Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:46 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundar í síðustu viku. vísir/einar árnason Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35