Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira