Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sjá meira
Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sjá meira