Afsakið, má bjóða þér að gerast drusla? Hópur skipuleggjenda Druslugöngunnar skrifar 27. júlí 2018 07:00 Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Druslugangan Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar