Laust fyrir klukkan ellefu barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um steypubíl sem valt á hringtorginu við Arnarnesveg og Fífuhvammsveg.
Að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglustöð 3, slapp ökumaðurinn vel frá óhappinu og ekki urðu miklar tafir á umferð. Bíllinn var fullur af steypu en hún lak sem betur fór ekki á veginn.
Krani var fenginn til að lyfta steypubílnum á réttan kjöl og í kjölfarið var hann fjarlægður með vagni. Verkinu er nýlokið.
Steypubíll valt á Arnarnesvegi
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
