Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 16:00 Trump segist ekki hafa haft hugmynd um fundinn með Rússunum. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26