Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:00 Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mest um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir Gylfi Magnússon skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitiðætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til. Langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða hafa verið til umfjöllunar á 20 ára, 25 og 30 ára tímabilum. Sjóðirnir reikna hins vegar ekki allir tölurnar eins út þannig að samanburður er ekki nákvæmur. Fjármálaeftirlitið setur reglur um þetta. Í svari þaðan segir. „Lífeyrissjóðir gera allir upp eftir sömu reglum, en það getur verið mismunandi hvort þeir meti skuldabréf sem þeir ætla að eiga þar til það er að fullu uppgreitt á kostnaðarverði eða gangvirði. Þetta hefur áhrif á stærðir við útreikning á ávöxtun og samanburð á sjóðum og því getur verið erfitt er að bera ávöxtunartölur saman.“ Þá kemur fram að: „ Telji Fjármálaeftirlitið tilefni til mun það taka til skoðunar hvort rétt sé að breyta núverandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.“ Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða síðastliðinn 20 ár segir ákjósanlegt að samræma aðferðirnar svo hægt sé að bera saman tölurnar á óyggjandi hátt. Þá þurfi að draga betur fram hvaða árangri þeir hafi náð í eignastýringu, ávöxtun og hvaða áhættu þeir hafi tekið. Þá sé nauðsynlegt að auka gagnsæi varðandi ávöxtunartölur. „Fyrir einstaklinga er þetta sá þáttur sem ræður hvað mestu um lífskjör á eldri árum,“ segir hann. Bæði Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi hafa gert athugasemd við útreikning Gylfa um ávöxtun. Um það segir Gylfi: „Þær tölur sem ég fékk voru um margt svipaðar og FME fékk þannig að það kom mér ekki á óvart. En ef lífeyrissjóðirnir eru sjálfir með aðrar tölur þarf að setjast yfir það með opnum huga.“ Viðskipti Tengdar fréttir Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitiðætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til. Langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða hafa verið til umfjöllunar á 20 ára, 25 og 30 ára tímabilum. Sjóðirnir reikna hins vegar ekki allir tölurnar eins út þannig að samanburður er ekki nákvæmur. Fjármálaeftirlitið setur reglur um þetta. Í svari þaðan segir. „Lífeyrissjóðir gera allir upp eftir sömu reglum, en það getur verið mismunandi hvort þeir meti skuldabréf sem þeir ætla að eiga þar til það er að fullu uppgreitt á kostnaðarverði eða gangvirði. Þetta hefur áhrif á stærðir við útreikning á ávöxtun og samanburð á sjóðum og því getur verið erfitt er að bera ávöxtunartölur saman.“ Þá kemur fram að: „ Telji Fjármálaeftirlitið tilefni til mun það taka til skoðunar hvort rétt sé að breyta núverandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.“ Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða síðastliðinn 20 ár segir ákjósanlegt að samræma aðferðirnar svo hægt sé að bera saman tölurnar á óyggjandi hátt. Þá þurfi að draga betur fram hvaða árangri þeir hafi náð í eignastýringu, ávöxtun og hvaða áhættu þeir hafi tekið. Þá sé nauðsynlegt að auka gagnsæi varðandi ávöxtunartölur. „Fyrir einstaklinga er þetta sá þáttur sem ræður hvað mestu um lífskjör á eldri árum,“ segir hann. Bæði Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi hafa gert athugasemd við útreikning Gylfa um ávöxtun. Um það segir Gylfi: „Þær tölur sem ég fékk voru um margt svipaðar og FME fékk þannig að það kom mér ekki á óvart. En ef lífeyrissjóðirnir eru sjálfir með aðrar tölur þarf að setjast yfir það með opnum huga.“
Viðskipti Tengdar fréttir Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00
Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30