„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2018 16:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira