Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2018 07:38 Þetta er ekki björninn sem um ræðir, heldur útlenskur myndabankabjörn. Vísir/getty Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. Þrír erlendir veiðimenn á svæðinu tilkynntu um kvöldmatarleytið í gær að þeir hafi séð eitthvað sem þeir töldu örugglega vera hvítabjörn og ekki þótti ástæða til að rengja þá. Lögreglan á Norðurlandi eystra brást þegar við og sendi menn á vettvang og kom upplýsingum á framfæri við ferðamenn og heimamenn eftir því sem tök voru á.Sjá einnig: Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á MelrakkasléttuÞá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem leitaði í allt gærkvöld og til klukkan eitt í nótt, þegar hún snéri svo til Akureyrar. Lögreglan hvetur alla sem kunna að sjá til hvítabjarnarins að hringja þegar í neyðarlínuna. Að sögn lögreglunnar er engin ástæða til að rengja tilkynnendur sem fyrr segir og hafi hún þegar rætt við þá. Þeir segja að þeim hafi orðið svo brugðið að í fáti sínu hafi þeir gleymt að taka mynd af dýrinu. Þess í stað tóku þeir til fótanna og hlupu allt að af tók niður í bílinn, sem þeir voru á, en það var um þriggja kílómetra leið. Lögregla og aðrir viðeigandi aðilar munu endurmeta stöðuna á fundi klukkan átta. Þyrlan verður enn til taks á Akureyri. Dýr Tengdar fréttir Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. Þrír erlendir veiðimenn á svæðinu tilkynntu um kvöldmatarleytið í gær að þeir hafi séð eitthvað sem þeir töldu örugglega vera hvítabjörn og ekki þótti ástæða til að rengja þá. Lögreglan á Norðurlandi eystra brást þegar við og sendi menn á vettvang og kom upplýsingum á framfæri við ferðamenn og heimamenn eftir því sem tök voru á.Sjá einnig: Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á MelrakkasléttuÞá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem leitaði í allt gærkvöld og til klukkan eitt í nótt, þegar hún snéri svo til Akureyrar. Lögreglan hvetur alla sem kunna að sjá til hvítabjarnarins að hringja þegar í neyðarlínuna. Að sögn lögreglunnar er engin ástæða til að rengja tilkynnendur sem fyrr segir og hafi hún þegar rætt við þá. Þeir segja að þeim hafi orðið svo brugðið að í fáti sínu hafi þeir gleymt að taka mynd af dýrinu. Þess í stað tóku þeir til fótanna og hlupu allt að af tók niður í bílinn, sem þeir voru á, en það var um þriggja kílómetra leið. Lögregla og aðrir viðeigandi aðilar munu endurmeta stöðuna á fundi klukkan átta. Þyrlan verður enn til taks á Akureyri.
Dýr Tengdar fréttir Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22