Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Birgir Olgeirsson skrifar 10. júlí 2018 11:13 Björninn sem var felldur í Rekavík árið 2011. Landhelgisgæslan Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands.Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er að finna upplýsingar um hundruð hvítabirni sem komið hafa hingað til lands frá upphafi landnáms en mikil umræða átti sér stað um hvernig ætti að meðhöndla þessi dýr hér á landi eftir að fjögur dýr voru felld á árunum 2008. 3. júní árið 2008 gekk hvítabjörn á land í Skagafirði við Miðmundafell á á Skaga en sá björn var felldur samdægurs. Var björninn stoppaður upp og vistaður á safni.Björninn sem felldur var 3. júní 2008.Fréttablaðið/Valgarður GíslasonBjörgólfur Thor bauðst til að hjálpa 16. júní árið 2008 sást björn í æðavarpi við bæinn Hraun á Skaga en það var 12 ára stúlka sem varð fyrst vör við björninn. Ákvörðunin að fella fyrri björninn var afar umdeild og var því ákveðið að reyna að svæfa björninn sem sást á Hrauni. Bauðst félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, til að standa straum að því að svæfa björninn og flytja hann aftur til Grænlands.Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær.Var sérfræðingur frá Danmörku fenginn til verksins en komast þurfti í 30 metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann. Átti að flytja dýrið í neti og koma því fyrir í búri og þaðan til Grænlands. Það reyndist ekki mögulegt og var björninn felldur. Hvítabirnir eru flökkudýr og talin í útrýmingarhættu en ljóst er að þeir munu aldrei þrífast hér á landi til lengri tíma vegna ísleysis og takmarkaðs fæðuframboðs en Náttúrufræðistofnun segir að ekki séu aðstæður fyrir hendi hér á landi fyrir birnur til að ala og koma upp afkvæmum.Ráðherra skipaði starfshópÞórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur. Var einnig sú ástæða nefnd að vitað væri að birnirnir sem hefðu komið hingað til lands væru af austurgrænlensku kyni sem þoli það vel að nokkur dýr séu felld hér á landi af og til.Hvítabirnir eru taldir í útrýmingarhættu en þeir gætu ekki þrifist hér á landi. Bannað er að veiða þá á sundi eða á hafís en leyfilegt er að fella þá hér á landi ef þeir ógna mannslífum.Vísir/Getty27. janúar árið 2010 varð vart við lítinn hvítabjörn við Sævarland í Þistilfirði sem var felldur sama dag og þá gekk hvítabjörn á land á Ströndum við Vestfirði 2. maí árið 2011 en hann var felldur í Rekavík degi síðar. Síðasta heimsókn hvítabjarnar hingað til lands var í júlí árið 2016 þegar björn sást við Hvalnes á Skaga en dýrið var fellt skömmu síðar. Var um stálpaða birnu að ræða. Sjá einnig: Ísbjörn á land á Skaga: „Við trúðum þessu ekki“Enginn hafís nálægt á þessum tíma Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi segir að nokkuð sé síðan hafís var við Ísland í ár og áttu sérfræðingar fremur von á hvítabjörnum hingað til lands um það leyti. Hafísinn sé ekki nálægt í dag en hvítabirnir hafi þó komið hingað til lands þrátt fyrir að hafísinn sé ekki nálægt en þekkt er að hvítabirnir geti synt ansi langt í sjó.Hvítabirnir eru um 240 til 260 sentímetrar að lengd en sá lengsti mældist um þrír metrar. Þeir eru um 400 til 600 kílóa þungir en mest um 800 kíló. Þeir geta náð um 20 til 25 ára aldri úti í náttúrunni en 30 árum í dýragörðum.Á spretti geta hvítabirnir náð 40 kílómetra hraða á klukkustund.Vísir/GettyUsain Bolt þyrfti að hafa sig allan við Þeir geta náð um þriggja til sex kílómetra hraða á klukkustund á skeiði en taki þeir sprett geta þeir náð allt að 40 kílómetra hraða. Heimsmethafinn í hundrað metra spretthlaupi, Usain Bolt, mældist á 44,72 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann setti heimsmet í hundrað metra hlaupi í Berlín árið 2009. Þar hljóp Bolt hundrað metrana á 9,58 sekúndum. Hvítabirnir geta náð allt að 10 kílómetra hraða á klukkustund á sundi og geta synt yfir 100 kílómetra í einu.Óblíðar móttökurJón Már Halldórsson líffræðingur ritaði grein um komu hvítabjarna hingað til lands sem er að finna á Vísindavef Háskóla Íslands. Þar kemur fram að Íslendingar hafi iðulega tekið frekar óblíðlega á móti þessu rándýri sem flækist hingað til lands. Jón rifjar upp þegar ísbjörn fannst á sundi norður af Horni við Vestfirði sumarið 1993. Sjómenn sem komu auga á dýrið hífðu það um borð og hengdu. Olli drápið deilum sem endaði með því að björninn var stoppaður upp og geymdur á safni. Árið 1988 var ungt bjarndýr fellt í Fljótum í Skagafirði en dýrið var stoppað upp og haft til sýnis á safni. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Dýr Grænland Tengdar fréttir Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands.Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er að finna upplýsingar um hundruð hvítabirni sem komið hafa hingað til lands frá upphafi landnáms en mikil umræða átti sér stað um hvernig ætti að meðhöndla þessi dýr hér á landi eftir að fjögur dýr voru felld á árunum 2008. 3. júní árið 2008 gekk hvítabjörn á land í Skagafirði við Miðmundafell á á Skaga en sá björn var felldur samdægurs. Var björninn stoppaður upp og vistaður á safni.Björninn sem felldur var 3. júní 2008.Fréttablaðið/Valgarður GíslasonBjörgólfur Thor bauðst til að hjálpa 16. júní árið 2008 sást björn í æðavarpi við bæinn Hraun á Skaga en það var 12 ára stúlka sem varð fyrst vör við björninn. Ákvörðunin að fella fyrri björninn var afar umdeild og var því ákveðið að reyna að svæfa björninn sem sást á Hrauni. Bauðst félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, til að standa straum að því að svæfa björninn og flytja hann aftur til Grænlands.Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær.Var sérfræðingur frá Danmörku fenginn til verksins en komast þurfti í 30 metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann. Átti að flytja dýrið í neti og koma því fyrir í búri og þaðan til Grænlands. Það reyndist ekki mögulegt og var björninn felldur. Hvítabirnir eru flökkudýr og talin í útrýmingarhættu en ljóst er að þeir munu aldrei þrífast hér á landi til lengri tíma vegna ísleysis og takmarkaðs fæðuframboðs en Náttúrufræðistofnun segir að ekki séu aðstæður fyrir hendi hér á landi fyrir birnur til að ala og koma upp afkvæmum.Ráðherra skipaði starfshópÞórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur. Var einnig sú ástæða nefnd að vitað væri að birnirnir sem hefðu komið hingað til lands væru af austurgrænlensku kyni sem þoli það vel að nokkur dýr séu felld hér á landi af og til.Hvítabirnir eru taldir í útrýmingarhættu en þeir gætu ekki þrifist hér á landi. Bannað er að veiða þá á sundi eða á hafís en leyfilegt er að fella þá hér á landi ef þeir ógna mannslífum.Vísir/Getty27. janúar árið 2010 varð vart við lítinn hvítabjörn við Sævarland í Þistilfirði sem var felldur sama dag og þá gekk hvítabjörn á land á Ströndum við Vestfirði 2. maí árið 2011 en hann var felldur í Rekavík degi síðar. Síðasta heimsókn hvítabjarnar hingað til lands var í júlí árið 2016 þegar björn sást við Hvalnes á Skaga en dýrið var fellt skömmu síðar. Var um stálpaða birnu að ræða. Sjá einnig: Ísbjörn á land á Skaga: „Við trúðum þessu ekki“Enginn hafís nálægt á þessum tíma Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi segir að nokkuð sé síðan hafís var við Ísland í ár og áttu sérfræðingar fremur von á hvítabjörnum hingað til lands um það leyti. Hafísinn sé ekki nálægt í dag en hvítabirnir hafi þó komið hingað til lands þrátt fyrir að hafísinn sé ekki nálægt en þekkt er að hvítabirnir geti synt ansi langt í sjó.Hvítabirnir eru um 240 til 260 sentímetrar að lengd en sá lengsti mældist um þrír metrar. Þeir eru um 400 til 600 kílóa þungir en mest um 800 kíló. Þeir geta náð um 20 til 25 ára aldri úti í náttúrunni en 30 árum í dýragörðum.Á spretti geta hvítabirnir náð 40 kílómetra hraða á klukkustund.Vísir/GettyUsain Bolt þyrfti að hafa sig allan við Þeir geta náð um þriggja til sex kílómetra hraða á klukkustund á skeiði en taki þeir sprett geta þeir náð allt að 40 kílómetra hraða. Heimsmethafinn í hundrað metra spretthlaupi, Usain Bolt, mældist á 44,72 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann setti heimsmet í hundrað metra hlaupi í Berlín árið 2009. Þar hljóp Bolt hundrað metrana á 9,58 sekúndum. Hvítabirnir geta náð allt að 10 kílómetra hraða á klukkustund á sundi og geta synt yfir 100 kílómetra í einu.Óblíðar móttökurJón Már Halldórsson líffræðingur ritaði grein um komu hvítabjarna hingað til lands sem er að finna á Vísindavef Háskóla Íslands. Þar kemur fram að Íslendingar hafi iðulega tekið frekar óblíðlega á móti þessu rándýri sem flækist hingað til lands. Jón rifjar upp þegar ísbjörn fannst á sundi norður af Horni við Vestfirði sumarið 1993. Sjómenn sem komu auga á dýrið hífðu það um borð og hengdu. Olli drápið deilum sem endaði með því að björninn var stoppaður upp og geymdur á safni. Árið 1988 var ungt bjarndýr fellt í Fljótum í Skagafirði en dýrið var stoppað upp og haft til sýnis á safni. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum.
Dýr Grænland Tengdar fréttir Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38
Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25