Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2018 13:19 Katrín er mætt í nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41