CNN greinir frá en drengirnir eru í einangrun á meðan gengið er í skugga um það að engin smithætta sé fyrir hendi. Þá eru drengirnir nokkuð veikburða eftir dvölina í hellinum. Þrátt fyrir að vera almennt við ágæta heilsu sé litið til þess hversu lengi þeir voru inn í hellinum.
Greinir CNN frá því að á blaðamannafundi hafi verið sýnt myndband af endurfundunum en á því mátti sjá drengina liggjandi í sjúkrarúmum veifandi til ættingja sinna sem voru margir hverjir með tárin í augunum.

CNN ræddi við Tanawat Viboonrungruang, foreldra eins af þeim sem bjargað var, og sagði hann það vera mikinn létti að strákarnir væru komnir út svona heilsuhraustir og raun ber vitni.
„Ég fór að gráta, allir fóru að gráta. Ég vil bara þakka þem sem björguðu stráknum mínum og hjálpuðu honum að eignast nýtt líf. Það er eins og hann sé endurfæddur,“ sagði Tanawat.
This is such a wonderful video of the cave boys in good spirits in a hospital ward in Chiang Rai. I'm sure still shots of this one will be the front page picture in tommorrow's newspapers #ThamLuang #พาทีมหมูป่ากลับบ้าน #ถ้ำหลวง #Thailand #ThaiCaveRescue pic.twitter.com/7E00E2yN72
— Richard Barrow in Thailand (@RichardBarrow) July 11, 2018