Glatað traust Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun