Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 09:00 Aðstæður við björgun drengjanna í hellinum voru mjög erfiðar. vísir/ap Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30