Borgarísjaki ógnar bæjarbúum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 07:07 Um tröllvaxinn borgarísjaka er að ræða, eins og samanburður við þorpið ber með sér. Skjáskot Stærðarinnar borgarísjaki hefur sett svip sinn á bæjarlífið í grænlenska þorpinu Innaarsui. Bæjarbúarnir 150 óttast að stærðarinnar klumpar kunni að brotna úr ísjakanum og valda flóðbylgju sem fært gæti bæinn á bólakaf. Þrátt fyrir að ísjakinn sé tignarlegur að sjá segir oddviti bæjarins að hann sé hættulega nálægt landi. Ef svo kynni að fara að hann myndi brotna gæti það orðið til þess að fólk sem býr við ströndina þurfi að forða sér. Þar að auki stendur rafmagnsveita bæjarins við sjávarsíðuna og segist hann vart vilja hugsa þá hugsun til enda, fari svo að það flæði inn í rafmangsdreifikerfið. Vel er fylgst með ástandinu og er búið að gera rýmingaráætlun fyrir Innaarsui. Þá hafa bæjarbúar sem búa næst ísjakanum verið hvattir til að finna sér gististað ofar í bænum af ótta við flóðbylgjur. Fyrrnefndur oddviti kallar því eftir því að strandgæsla Grænlands mæti á vettvang og dragi ferlíkið á haf út. Ekki bætir heldur úr skák að búist er við rigningu á norðanverðu Grænlandi, en vætutíð er sögð auka líkurnar á niðurbroti borgarísjakans - eða svokallaðri kelfingu. Hér að neðan má sjá myndband sem birtist á vef grænlenska ríkisútvarpsins af borgarísjakanum. Í því má sjá þegar stærðarinnar klumpur brotnaði úr ísjakanum, ásamt meðfylgjandi öldugangi í sjónum fyrir neðan. Grænland Norðurlönd Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stærðarinnar borgarísjaki hefur sett svip sinn á bæjarlífið í grænlenska þorpinu Innaarsui. Bæjarbúarnir 150 óttast að stærðarinnar klumpar kunni að brotna úr ísjakanum og valda flóðbylgju sem fært gæti bæinn á bólakaf. Þrátt fyrir að ísjakinn sé tignarlegur að sjá segir oddviti bæjarins að hann sé hættulega nálægt landi. Ef svo kynni að fara að hann myndi brotna gæti það orðið til þess að fólk sem býr við ströndina þurfi að forða sér. Þar að auki stendur rafmagnsveita bæjarins við sjávarsíðuna og segist hann vart vilja hugsa þá hugsun til enda, fari svo að það flæði inn í rafmangsdreifikerfið. Vel er fylgst með ástandinu og er búið að gera rýmingaráætlun fyrir Innaarsui. Þá hafa bæjarbúar sem búa næst ísjakanum verið hvattir til að finna sér gististað ofar í bænum af ótta við flóðbylgjur. Fyrrnefndur oddviti kallar því eftir því að strandgæsla Grænlands mæti á vettvang og dragi ferlíkið á haf út. Ekki bætir heldur úr skák að búist er við rigningu á norðanverðu Grænlandi, en vætutíð er sögð auka líkurnar á niðurbroti borgarísjakans - eða svokallaðri kelfingu. Hér að neðan má sjá myndband sem birtist á vef grænlenska ríkisútvarpsins af borgarísjakanum. Í því má sjá þegar stærðarinnar klumpur brotnaði úr ísjakanum, ásamt meðfylgjandi öldugangi í sjónum fyrir neðan.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira