Trump ánægður með áherslur Katrínar í afvopnunarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 12:13 Katrín Jakobsdóttir á leiðtogafundi NATO í vikunni. Getty Images/Marlene Awaad Forsætisráðherra segir enga nýja ákvörðun um aukin framlög aðildarríkja til varnarmála hafa verið tekna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Í örstuttu samtali hennar við Trump Bandaríkjaforseta lýsti forsetinn yfir ánægju með áherslur forsætisráðherra í afvopnunarmálum. Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær þar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrti að bandalagsþjóðirnar hafi farið að tilmælum hans um aukin framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn og segir að mikil átök hafi verið á síðara fundi leiðtoganna.Markmið miðast við 2024 „Það var í raun og veru engin ný ákvörðun tekin á þessum fundi. Það var samþykkt fyrir nokkrum árum að ríkin skyldu stefna að því að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála, til Atlantshafsbandalagsins. Ég tek fram að það á ekki við um Ísland og okkar sérstaða sem herlausrar þjóðar hefur verið viðurkennd í þessu samhengi. Það er engin ný ákvörðun sem hefur verið tekin um þetta. Þetta markmið miðast við 2024,“ segir Katrín. Hins vegar hafi komið fram á fundinum að þjóðirnar hafi verið að auka framlög sín verulega undanfarið, þótt áfram sé byggt á markmiði NATO ríkjanna frá árinu 2014 um að framlög bandalagsríkjanna verði 2 prósent af landsframleiðslu. „Og það kann að vera að þetta markmið náist fyrr en sett var. Það hefur komið fram að það hafa verið misvísandi skilaboð frá fundinum. En þarna held ég að ég sé sammála meirihluta fundarmanna um hvað gerðist í raun og veru,“ segir Katrín.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Vísir/APÁ fréttamannafundi Trump strax og leiðtogafundinum lauk í gær lýsti hann því þannig að hann hafi komið og hrist upp í liðinu og leiðtogarnir hafi að lokum fallist á tillögur hans.Óvæntur fundur inni í dagskrá „Það var auðvitað hrist upp í fundinum að því leytinu til að það var haldinn óvæntur fundur inni í miðri fundardagskrá. Það er að segja á síðara degi fundarins var skotið á óvæntum fundi um þessi framlaga mál þar sem var tekist á og það lá alveg fyrir að það var töluverð spenna í loftinu. Ekki síst milli Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kannski má segja að að verið hafi áþreifanlegasta spennan og það spilar auðvitað margt annað þar inn í,“ segir Katrín. Þar á meðal staðan í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollamálum og andstaða Trump við nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru mætt til Bretlands eftir NATO fundinn.vísir/apKatrín átti stutt spjall við Trump undir lok fundarins. Hún segir Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með áherslur hennar í afvopnunarmálum en hún hvatti meðal annars til þess að kjarnorkuveldin tækju aftur upp viðræður um kjarnorkuafvopnun. „Við töluðum um hugðarefni mitt sem er kjarnorkuafvopnun. En hann náði líka að beina talinu að sjónvarpi. Þannig að hann ræddi aðeins afþreyingariðnaðinn og gerði hann að sérstöku umtalsefni.“Hvað sagði hann um það?„Hann sló svona á létta strengi með það. En ég hvatti mjög til kjarnorkuafvopnunar á þessum fundi og sagði að það væri mjög gott mál að það væri verið að hvetja til hennar á Kóreuskaga en það þyrfti að horfa víðar. Og þar þyrfti Atlantshafsbandalagið að gera mun betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Donald Trump NATO Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Forsætisráðherra segir enga nýja ákvörðun um aukin framlög aðildarríkja til varnarmála hafa verið tekna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Í örstuttu samtali hennar við Trump Bandaríkjaforseta lýsti forsetinn yfir ánægju með áherslur forsætisráðherra í afvopnunarmálum. Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær þar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrti að bandalagsþjóðirnar hafi farið að tilmælum hans um aukin framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn og segir að mikil átök hafi verið á síðara fundi leiðtoganna.Markmið miðast við 2024 „Það var í raun og veru engin ný ákvörðun tekin á þessum fundi. Það var samþykkt fyrir nokkrum árum að ríkin skyldu stefna að því að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála, til Atlantshafsbandalagsins. Ég tek fram að það á ekki við um Ísland og okkar sérstaða sem herlausrar þjóðar hefur verið viðurkennd í þessu samhengi. Það er engin ný ákvörðun sem hefur verið tekin um þetta. Þetta markmið miðast við 2024,“ segir Katrín. Hins vegar hafi komið fram á fundinum að þjóðirnar hafi verið að auka framlög sín verulega undanfarið, þótt áfram sé byggt á markmiði NATO ríkjanna frá árinu 2014 um að framlög bandalagsríkjanna verði 2 prósent af landsframleiðslu. „Og það kann að vera að þetta markmið náist fyrr en sett var. Það hefur komið fram að það hafa verið misvísandi skilaboð frá fundinum. En þarna held ég að ég sé sammála meirihluta fundarmanna um hvað gerðist í raun og veru,“ segir Katrín.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Vísir/APÁ fréttamannafundi Trump strax og leiðtogafundinum lauk í gær lýsti hann því þannig að hann hafi komið og hrist upp í liðinu og leiðtogarnir hafi að lokum fallist á tillögur hans.Óvæntur fundur inni í dagskrá „Það var auðvitað hrist upp í fundinum að því leytinu til að það var haldinn óvæntur fundur inni í miðri fundardagskrá. Það er að segja á síðara degi fundarins var skotið á óvæntum fundi um þessi framlaga mál þar sem var tekist á og það lá alveg fyrir að það var töluverð spenna í loftinu. Ekki síst milli Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kannski má segja að að verið hafi áþreifanlegasta spennan og það spilar auðvitað margt annað þar inn í,“ segir Katrín. Þar á meðal staðan í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollamálum og andstaða Trump við nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru mætt til Bretlands eftir NATO fundinn.vísir/apKatrín átti stutt spjall við Trump undir lok fundarins. Hún segir Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með áherslur hennar í afvopnunarmálum en hún hvatti meðal annars til þess að kjarnorkuveldin tækju aftur upp viðræður um kjarnorkuafvopnun. „Við töluðum um hugðarefni mitt sem er kjarnorkuafvopnun. En hann náði líka að beina talinu að sjónvarpi. Þannig að hann ræddi aðeins afþreyingariðnaðinn og gerði hann að sérstöku umtalsefni.“Hvað sagði hann um það?„Hann sló svona á létta strengi með það. En ég hvatti mjög til kjarnorkuafvopnunar á þessum fundi og sagði að það væri mjög gott mál að það væri verið að hvetja til hennar á Kóreuskaga en það þyrfti að horfa víðar. Og þar þyrfti Atlantshafsbandalagið að gera mun betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Donald Trump NATO Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira