Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Forsetahjónin Donald og Melania Trump lentu í Helsinki í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. Í viðtali við CBS-fréttastofuna í gær sagðist Bandaríkjaforseti ekki búast við miklu af fundi leiðtoganna tveggja. „Ég hef ekki miklar væntingar.“ Trump lofaði þó að „ekkert slæmt" myndi koma út úr fundinum. Mótmælendur streymdu út á götur höfuðborgar Finnlands í gær til að mótmæla fundinum. Fordæmdu þeir meðal annars ritskoðun fjölmiðla og sögðu leiðtogana tvo brjóta gegn mannréttindum.Sjá einnig: Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Þá sagðist Bandaríkjaforseti ætla að ræða ákæru gegn tólf rússneskum embættismönnum við Rússlandsforseta. Rússarnir tólf voru handteknir á dögunum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í Bandaríkjunum á afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump hefur, líkt og áður hefur komið fram, setið undir ásökunum um að hafa þegið aðstoð Rússa í aðdraganda forsetakosninganna. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Trumps hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, og hafa þrír þeirra játað sök. Trump segir að líklegast verði niðurstaðan af fundinum helst samkomulag milli ríkjanna tveggja um að útrýma kjarnavopnum í þeirra eigu. Hann segir kjarnavopn „stærsta vandamálið í heiminum“. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norðurlönd Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. 15. júlí 2018 18:34 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. Í viðtali við CBS-fréttastofuna í gær sagðist Bandaríkjaforseti ekki búast við miklu af fundi leiðtoganna tveggja. „Ég hef ekki miklar væntingar.“ Trump lofaði þó að „ekkert slæmt" myndi koma út úr fundinum. Mótmælendur streymdu út á götur höfuðborgar Finnlands í gær til að mótmæla fundinum. Fordæmdu þeir meðal annars ritskoðun fjölmiðla og sögðu leiðtogana tvo brjóta gegn mannréttindum.Sjá einnig: Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Þá sagðist Bandaríkjaforseti ætla að ræða ákæru gegn tólf rússneskum embættismönnum við Rússlandsforseta. Rússarnir tólf voru handteknir á dögunum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í Bandaríkjunum á afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump hefur, líkt og áður hefur komið fram, setið undir ásökunum um að hafa þegið aðstoð Rússa í aðdraganda forsetakosninganna. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Trumps hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, og hafa þrír þeirra játað sök. Trump segir að líklegast verði niðurstaðan af fundinum helst samkomulag milli ríkjanna tveggja um að útrýma kjarnavopnum í þeirra eigu. Hann segir kjarnavopn „stærsta vandamálið í heiminum“.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norðurlönd Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. 15. júlí 2018 18:34 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. 15. júlí 2018 18:34
Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15