Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Sighvatur Arnmundsson og Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær til stuðnings ljósmæðrum. Þeir hvöttu ríkisstjórnina til að vakna í málinu og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32