Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Rekstur Tesla hefur gengið brösulega og furðuleg tíst hans hafa ekki bætt úr skák. Vísir/getty Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni. Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10