Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Rekstur Tesla hefur gengið brösulega og furðuleg tíst hans hafa ekki bætt úr skák. Vísir/getty Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni. Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10