Hátíð í skugga skammar Þorvaldur Gylfason skrifar 19. júlí 2018 07:00 Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar