Sólarleysi í júní þýðir ekki sólarleysi í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 13:15 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir „Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands. Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
„Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands.
Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00
Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05
Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45