Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 22:00 Gagnaver hafa sprottið upp hér á landi, ekki síst vegna Bitcoin. Vísir Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp. Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp.
Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent