Hitamet slegin um allt norðurhvel Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 15:20 Börn að leik í gosbrunni í Volgograd í Rússlandi. Á nokkrum stöðum í sunnanverðu Rússlandi hafa hitamet verið slegin eða jöfnuð í júní. Vísir/EPA Írland og Skotland eru á meðal þeirra landa á norðurhveli jarðar þar sem hitamet hafa verið slegin síðustu vikuna. Hitabylgja gekk yfir Bretlandseyjar í síðustu viku sem olli því meðal annars að vegir og húsþök dælduðust og sprungu. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stór háþrýstikerfi um allt norðurhvelið hafi leitt til mikils hita víða um lönd. Ekki sé hægt að tengja einstök hitamet við hnattræna hlýnun af völdum manna en í sameiningu falli þau vel að þeim veðuröfgum sem búist er við vegna hennar. Í Skotlandi var landshitamet slegið þegar mælar sýndu 33,2°C í borginni Motherwell 28. júní. Í Glasgow var einnig sett nýtt hitamet þegar hitinn náði 31,9°C. Á Írlandi var sett met þegar hitinn náði 32°C í bænum Shannon og þá voru hitamet slegin í Belfast og Castlederg á Norður-Írlandi dagana 28. og 29. júní. Hitinn var svo mikill á Bretlandseyjum að á sumum stöðum bráðnaði tjara í vegum og sprungur mynduðust. Vestan Atlantshafsins voru hitamet einnig slegin í Denver í Colorado og Burlington í Vermont í Bandaríkjunum og Montreal og Ottawa í Kanada. Washington Post greindi frá því í vikunni að met yfir hæsta lágmarkshita á sólahring hefði líklega verið slegið í bænum Quriyat í Óman þegar hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund samfellt 28. júní. Kanada Loftslagsmál Óman Tengdar fréttir Met líklega slegið þegar hitinn fór ekki undir 42 gráður Hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund. Það er líklega hæsti lágmarkshiti yfir sólahring sem mælst hefur á jörðinni. 2. júlí 2018 16:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Írland og Skotland eru á meðal þeirra landa á norðurhveli jarðar þar sem hitamet hafa verið slegin síðustu vikuna. Hitabylgja gekk yfir Bretlandseyjar í síðustu viku sem olli því meðal annars að vegir og húsþök dælduðust og sprungu. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stór háþrýstikerfi um allt norðurhvelið hafi leitt til mikils hita víða um lönd. Ekki sé hægt að tengja einstök hitamet við hnattræna hlýnun af völdum manna en í sameiningu falli þau vel að þeim veðuröfgum sem búist er við vegna hennar. Í Skotlandi var landshitamet slegið þegar mælar sýndu 33,2°C í borginni Motherwell 28. júní. Í Glasgow var einnig sett nýtt hitamet þegar hitinn náði 31,9°C. Á Írlandi var sett met þegar hitinn náði 32°C í bænum Shannon og þá voru hitamet slegin í Belfast og Castlederg á Norður-Írlandi dagana 28. og 29. júní. Hitinn var svo mikill á Bretlandseyjum að á sumum stöðum bráðnaði tjara í vegum og sprungur mynduðust. Vestan Atlantshafsins voru hitamet einnig slegin í Denver í Colorado og Burlington í Vermont í Bandaríkjunum og Montreal og Ottawa í Kanada. Washington Post greindi frá því í vikunni að met yfir hæsta lágmarkshita á sólahring hefði líklega verið slegið í bænum Quriyat í Óman þegar hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund samfellt 28. júní.
Kanada Loftslagsmál Óman Tengdar fréttir Met líklega slegið þegar hitinn fór ekki undir 42 gráður Hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund. Það er líklega hæsti lágmarkshiti yfir sólahring sem mælst hefur á jörðinni. 2. júlí 2018 16:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Met líklega slegið þegar hitinn fór ekki undir 42 gráður Hitinn fór ekki undir 42,6°C í 51 klukkustund. Það er líklega hæsti lágmarkshiti yfir sólahring sem mælst hefur á jörðinni. 2. júlí 2018 16:00