Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:00 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“ Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“
Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00