Drengirnir í hellinum segja foreldrum sínum að hafa ekki áhyggjur Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 08:32 Fótboltaskór og bolti eins drengjanna sem er fastur ofan í hellinum. Vísir/EPA Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15