Veitingamaður kærður fyrir margra ára áreitni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður. Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira