Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 22:22 Vilhjálmur segir Hval hf. vera að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira