Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Valtýr Stefánsson Thors og Ásgeir Haraldsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar. Með tilkomu bólusetninga hefur tekist að útrýma lömunarveiki, bólusótt, stífkrampa og barnaveiki á Íslandi. Verulega hefur dregið úr tíðni kíghósta og heilahimnubólgu af völdum baktería og fjölda einstaklinga með mislinga, rauða hunda eða hettusótt má nánast telja á fingrum sér. Þessi árangur er frábær! Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. Ásgeir HaraldssonEn bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni. Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið). Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára. Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.Höfundar eru barnalæknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar. Með tilkomu bólusetninga hefur tekist að útrýma lömunarveiki, bólusótt, stífkrampa og barnaveiki á Íslandi. Verulega hefur dregið úr tíðni kíghósta og heilahimnubólgu af völdum baktería og fjölda einstaklinga með mislinga, rauða hunda eða hettusótt má nánast telja á fingrum sér. Þessi árangur er frábær! Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. Ásgeir HaraldssonEn bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni. Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið). Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára. Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.Höfundar eru barnalæknar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun