Ráðherra undrast ekki úrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júní 2018 07:15 Lög um uppreist æru voru rædd á fundum allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir „Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00
Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24