Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hann hygðist ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybekci, efnahagsráðherra Tyrklands, á morgun.
Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Afrín-héraði í Sýrlandi í lok febrúar.
Í dag hittust ráðherrarnir á fundi fyrir árlegan ráðherrafund EFTA sem fer fram á Sauðárkróki.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Zeybekci sé á Íslandi til þess að undirrita uppfærðan fríverslunarsamning við EFTA. Áður en ráðherrafundurinn hefst munu Guðlaugur Þór og Zeybecki eiga stuttan tvíhliða fund um ýmis málefni, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni.
Í samtali við RÚV sagði Guðlaugur: „Við munum ræða meðal annars stöðu mannréttindamála í landinu. Einnig mál Hauks Hilmarssonar. Ég hef tekið þau mál upp við fleiri ráðherra, eins og menn þekkja.“
Von er á frekari upplýsingum frá utanríkisráðherra með kvöldinu.
Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks

Tengdar fréttir

Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda
Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks.

Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu.

Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar
Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar.