Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Sylvía Hall skrifar 25. júní 2018 18:13 Secret Solstice. VÍSIR/Andri Marinó Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57