Skattaeilífðarvélin Ólafur Stephensen skrifar 27. júní 2018 07:00 Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar