Rétti ráðherrann Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:00 Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun