Reknir fyrir rasískar þakkir Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 07:38 Fagnaðarlætin þóttu óviðeigandi. Twitter Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti. Mennirnir, sem ættaðir eru frá Mexíkó, ærðust úr gleði þegar Suður-Kórea lagði Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sigurinn varð til þess að mexíkóska landsliðið komst upp úr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.Sjá einnig: Svona líta 16-liða úrslitin út Í fagnaðarlátunum, sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu, hermdu mennirnir eftir skásettum augum - sem túlkað hefur verið sem vísun í suður-kóresku landsliðsmennina. Fjölmargir áhangendur mexíkóska liðsins gerðu slíkt hið sama og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum.@Telemundo, don't let your host make racist gestures on the air. Thanks!@UnNuevoDia#MundialTelemundo pic.twitter.com/01lCzOULvP— Jimmy Sanchez (@JimmyJam99) June 27, 2018 Aðrir netverjar voru ekki jafn kátir með uppátækið, sem þeir segja einkennast af kynþáttafordómum. Suður-Kóreumenn voru margir hverjir mjög vonsviknir. „Þeir segjast elska okkur og að við séum bræður, hvers vegna eru þeir þá að gera þetta?“ spurði einn suður-kóreskur netverji sig eftir að myndir af mexíkóskum stuðningsmönnum fóru að hrúgast inn á samfélagsmiðla. Telemundo sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þáttastjórnendurna. „Fyrirtækið okkar tekur allir svona hegðun mjög alvarlega enda gengur hún í berhögg við allt það sem fyrirtækið stendur fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þáttastjórnendurnir hafa báðir beðist afsökunar og viðurkennd að fagnaðarlæti þeirra hafi verið óviðeigandi.Mexican Companion, please, if you are going to show gratitude to the Korean team, do it with respect, do not upload photos doing this, as it is considered racist.An apology for this behavior, not all Mexicans are like that.#GraciasCorea #respeto #felicidades #corea pic.twitter.com/kJehz1a92R— Milo (@Marshal014) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45 Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti. Mennirnir, sem ættaðir eru frá Mexíkó, ærðust úr gleði þegar Suður-Kórea lagði Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sigurinn varð til þess að mexíkóska landsliðið komst upp úr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.Sjá einnig: Svona líta 16-liða úrslitin út Í fagnaðarlátunum, sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu, hermdu mennirnir eftir skásettum augum - sem túlkað hefur verið sem vísun í suður-kóresku landsliðsmennina. Fjölmargir áhangendur mexíkóska liðsins gerðu slíkt hið sama og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum.@Telemundo, don't let your host make racist gestures on the air. Thanks!@UnNuevoDia#MundialTelemundo pic.twitter.com/01lCzOULvP— Jimmy Sanchez (@JimmyJam99) June 27, 2018 Aðrir netverjar voru ekki jafn kátir með uppátækið, sem þeir segja einkennast af kynþáttafordómum. Suður-Kóreumenn voru margir hverjir mjög vonsviknir. „Þeir segjast elska okkur og að við séum bræður, hvers vegna eru þeir þá að gera þetta?“ spurði einn suður-kóreskur netverji sig eftir að myndir af mexíkóskum stuðningsmönnum fóru að hrúgast inn á samfélagsmiðla. Telemundo sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þáttastjórnendurna. „Fyrirtækið okkar tekur allir svona hegðun mjög alvarlega enda gengur hún í berhögg við allt það sem fyrirtækið stendur fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þáttastjórnendurnir hafa báðir beðist afsökunar og viðurkennd að fagnaðarlæti þeirra hafi verið óviðeigandi.Mexican Companion, please, if you are going to show gratitude to the Korean team, do it with respect, do not upload photos doing this, as it is considered racist.An apology for this behavior, not all Mexicans are like that.#GraciasCorea #respeto #felicidades #corea pic.twitter.com/kJehz1a92R— Milo (@Marshal014) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45 Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45
Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30