Serbía er komið með annan fótinn á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar næst komandi eftir sjö marka sigur á Portúgal, 28-21, í fyrri leik liðanna.
Leikið var í Serbíu í kvöld og höfðu heimamenn tögl og haldir. Þeir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10, og unnu að lokum með sjö mörkum, 28-21.
Nemanja Ilic skoraði sex mörk fyrir Serbíu en þeir Bogdan Radivojecivc, Stefan Vujic og Nemanja Zelanovic skoruðu fjögur mörk hvor.
Pedro Portela skoraði fimm mörk fyrir Portúgal en iðin mætast aftur á fimmtudaginn.
Serbía í góðri stöðu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
