Staðan næstu vikurnar Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. júní 2018 07:00 Ég verð að játa að nú þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu nálgast er ég meira og meira að fara úr jafnvægi. Ég er fáránlega spenntur yfir þessu. HM í fóbolta hefur alltaf skipað virðingarsess í sálinni, alveg síðan í bernsku. Ég var aðdáandi Brassanna. Ég fór að gráta þegar Zico, Eder, Junior og Sókrates töpuðu fyrir Paolo Rossi og ítalska landsliðinu þegar ég var tíu ára. Ég man ennþá hina sáru tilfinningu. Þetta hafði djúpstæð áhrif á barnssálina. Kannski markaði þetta áfall í raun upphaf fullorðinsáranna. Ég hef alltaf horft á HM og EM, og sokkið inn í spennuna. Á annan fótbolta horfi ég varla neitt. Ég held ég deili því hugarástandi með fjölmörgum Íslendingum, að finnast hálfóraunverulegt og skrítið að núna skuli Ísland vera með í þessum áhrifamikla stórviðburði. Hvaða þýðingu hefur það? Þetta þarf að ræða.Flóðbylgja skellur á Heimsmeistaramótið mun skella á þessu samfélagi í lok vikunnar eins og flóðbylgja. Það mun engu máli skipta hverrar skoðunar við erum innbyrðis, hvað við gerum, hver við erum, hvaða stétt við tilheyrum. Við fáum öll sama hlutverkaspjaldið afhent frá umheiminum: Víkingar frá litla Íslandi. Hvort þú heitir Eyþór Arnalds eða Dagur B., Bjarni Ben eða Sanna Magdalena, Kata Jak. eða Björgólfur Thor. Hvort þú ert kvótaeigandi eða verkalýðsforkólfur. Með eða á móti Reykjavíkurflugvelli. Ekkert svoleiðis mun skipta máli. Við verðum bara Íslendingar. Það er flóðbylgjan. Allt annað verður máð burt. Við verðum kraftaverkið á stórmótinu, örþjóðin sem reynir sig við hið ómögulega. Krúttlegt fólk sem öskrar húh. Þetta verða vikur hinnar íslensku staðalmyndar. Þeim hjálmi verður troðið á okkur öll. Sá sem hefur skipulagt málþing fyrir klukkan fimm næsta laugardag um til dæmis stöðuna í ríkisfjármálum, eða alþjóðleg viðhorf til norrænnar matargerðar, eða togstreitu mínímalisma og rókokkóstíls í íslenskum arkitektúr á árabilinu 1950-70, getur gleymt því að nokkur mæti. Það er hægt að afpanta sal og veitingar núna. Kalt mat: Fótbolti mun yfirtaka allt. Ráð til áhugalausra Ég er ennþá að bögglast með að ákveða hvort ég eigi að kaupa bol á mig og fjölskylduna. Svoldið dýrt. Við þyrftum þá að bíða með að kaupa nýjan ísskáp. Ég á Íslandstrefil, sem ég fékk, gott ef ekki, á Laugardalsvelli í ágúst 1981, þegar Ísland mætti Nígeríu í eina skiptið hingað til. Ísland vann 3-0. Það var rok. Árni Sveinsson skoraði af kantinum. Hann ætlaði að gefa fyrir en boltinn fauk inn, í stóran sveig yfir kappklæddan markvörðinn. Það væri skemmtilegt ef við skoruðum svona mark á móti Nígeru núna. En hvað um það. Ég hugsa að ég láti þennan trefil nægja, og andlitsmálningu. Ég fagna semsagt HM. Til eru aðrir hins vegar, og ég þekki þá nokkra, sem hafa ekki snefil af áhuga á þessu. Það fólk færi ekki í landsliðstreyju nema gegn mjög háu gjaldi. Hvernig á þetta fólk að haga sér næstu vikurnar? Verður lífið óbærilegt? Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er fyrir þetta fólk að reyna að vera fúlt á móti. Ég held að það berjist enginn við þessa flóðbylgju. Það verður talað um „strákana okkar“ sem mun sjálfsagt fara í taugarnar á einhverjum. Réttara er auðvitað að segja „strákarnir“, en ég held að enginn muni mæta á málþing um það. Mín fyrsta ráðlegging til þessa fólks, sem ég hef fulla samúð með, er að reyna að hafa gaman af þessu. Ég sá kanadískan dansflokk leika rollur á Listahátíð nú um helgina. Það var virkilega fyndið og skemmtilegt og mjög spennandi. Maður velti fyrir sér hvað rollurnar myndu gera næst. Maður sökk inn í atriðið. Fótbolti er ekki ósvipaður. Það má opna hugann fyrir honum einsog öðru. Ýmislegt hægt að gera Ef þessi nálgun virkar ekki, þá geta auðvitað líka falist mikil tækifæri í því að þjóðfélagið verði almennt upptekið við að horfa á sjónvarpið og að restin sé í Rússlandi. Það verða fáir í sundi um miðjan dag á laugardaginn næsta, til dæmis. Maður getur æft flugsund eins og brjálæðingur. Jafnvel á sprellanum. Ef maður er haldinn þörf til að ganga um í Kringlunni í Spidermanbúningi, verður gott tækifæri þá. Næstu vikur verða líka góðar til að gera ýmislegt, sem fólk vill kannski koma í framkvæmd svo lítið ber á. Koma út úr skápnum, fá sér húðflúr, hætta á Facebook, skipta um hárgreiðslu. Í pólitíkinni geta líka ótal tækifæri skapast: Ganga úr Nató, taka upp nýjan gjaldmiðil, samþykkja áfengi í matvöruverslanir, eyða gögnum. Ísland verður líklega aldrei eins aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að játa að nú þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu nálgast er ég meira og meira að fara úr jafnvægi. Ég er fáránlega spenntur yfir þessu. HM í fóbolta hefur alltaf skipað virðingarsess í sálinni, alveg síðan í bernsku. Ég var aðdáandi Brassanna. Ég fór að gráta þegar Zico, Eder, Junior og Sókrates töpuðu fyrir Paolo Rossi og ítalska landsliðinu þegar ég var tíu ára. Ég man ennþá hina sáru tilfinningu. Þetta hafði djúpstæð áhrif á barnssálina. Kannski markaði þetta áfall í raun upphaf fullorðinsáranna. Ég hef alltaf horft á HM og EM, og sokkið inn í spennuna. Á annan fótbolta horfi ég varla neitt. Ég held ég deili því hugarástandi með fjölmörgum Íslendingum, að finnast hálfóraunverulegt og skrítið að núna skuli Ísland vera með í þessum áhrifamikla stórviðburði. Hvaða þýðingu hefur það? Þetta þarf að ræða.Flóðbylgja skellur á Heimsmeistaramótið mun skella á þessu samfélagi í lok vikunnar eins og flóðbylgja. Það mun engu máli skipta hverrar skoðunar við erum innbyrðis, hvað við gerum, hver við erum, hvaða stétt við tilheyrum. Við fáum öll sama hlutverkaspjaldið afhent frá umheiminum: Víkingar frá litla Íslandi. Hvort þú heitir Eyþór Arnalds eða Dagur B., Bjarni Ben eða Sanna Magdalena, Kata Jak. eða Björgólfur Thor. Hvort þú ert kvótaeigandi eða verkalýðsforkólfur. Með eða á móti Reykjavíkurflugvelli. Ekkert svoleiðis mun skipta máli. Við verðum bara Íslendingar. Það er flóðbylgjan. Allt annað verður máð burt. Við verðum kraftaverkið á stórmótinu, örþjóðin sem reynir sig við hið ómögulega. Krúttlegt fólk sem öskrar húh. Þetta verða vikur hinnar íslensku staðalmyndar. Þeim hjálmi verður troðið á okkur öll. Sá sem hefur skipulagt málþing fyrir klukkan fimm næsta laugardag um til dæmis stöðuna í ríkisfjármálum, eða alþjóðleg viðhorf til norrænnar matargerðar, eða togstreitu mínímalisma og rókokkóstíls í íslenskum arkitektúr á árabilinu 1950-70, getur gleymt því að nokkur mæti. Það er hægt að afpanta sal og veitingar núna. Kalt mat: Fótbolti mun yfirtaka allt. Ráð til áhugalausra Ég er ennþá að bögglast með að ákveða hvort ég eigi að kaupa bol á mig og fjölskylduna. Svoldið dýrt. Við þyrftum þá að bíða með að kaupa nýjan ísskáp. Ég á Íslandstrefil, sem ég fékk, gott ef ekki, á Laugardalsvelli í ágúst 1981, þegar Ísland mætti Nígeríu í eina skiptið hingað til. Ísland vann 3-0. Það var rok. Árni Sveinsson skoraði af kantinum. Hann ætlaði að gefa fyrir en boltinn fauk inn, í stóran sveig yfir kappklæddan markvörðinn. Það væri skemmtilegt ef við skoruðum svona mark á móti Nígeru núna. En hvað um það. Ég hugsa að ég láti þennan trefil nægja, og andlitsmálningu. Ég fagna semsagt HM. Til eru aðrir hins vegar, og ég þekki þá nokkra, sem hafa ekki snefil af áhuga á þessu. Það fólk færi ekki í landsliðstreyju nema gegn mjög háu gjaldi. Hvernig á þetta fólk að haga sér næstu vikurnar? Verður lífið óbærilegt? Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er fyrir þetta fólk að reyna að vera fúlt á móti. Ég held að það berjist enginn við þessa flóðbylgju. Það verður talað um „strákana okkar“ sem mun sjálfsagt fara í taugarnar á einhverjum. Réttara er auðvitað að segja „strákarnir“, en ég held að enginn muni mæta á málþing um það. Mín fyrsta ráðlegging til þessa fólks, sem ég hef fulla samúð með, er að reyna að hafa gaman af þessu. Ég sá kanadískan dansflokk leika rollur á Listahátíð nú um helgina. Það var virkilega fyndið og skemmtilegt og mjög spennandi. Maður velti fyrir sér hvað rollurnar myndu gera næst. Maður sökk inn í atriðið. Fótbolti er ekki ósvipaður. Það má opna hugann fyrir honum einsog öðru. Ýmislegt hægt að gera Ef þessi nálgun virkar ekki, þá geta auðvitað líka falist mikil tækifæri í því að þjóðfélagið verði almennt upptekið við að horfa á sjónvarpið og að restin sé í Rússlandi. Það verða fáir í sundi um miðjan dag á laugardaginn næsta, til dæmis. Maður getur æft flugsund eins og brjálæðingur. Jafnvel á sprellanum. Ef maður er haldinn þörf til að ganga um í Kringlunni í Spidermanbúningi, verður gott tækifæri þá. Næstu vikur verða líka góðar til að gera ýmislegt, sem fólk vill kannski koma í framkvæmd svo lítið ber á. Koma út úr skápnum, fá sér húðflúr, hætta á Facebook, skipta um hárgreiðslu. Í pólitíkinni geta líka ótal tækifæri skapast: Ganga úr Nató, taka upp nýjan gjaldmiðil, samþykkja áfengi í matvöruverslanir, eyða gögnum. Ísland verður líklega aldrei eins aftur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun