Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2018 09:50 Landsliðstreyjan er lent. Vísir Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00