Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2018 09:50 Landsliðstreyjan er lent. Vísir Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00