Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 21:34 Íslensku landsliðsmennirnir í tilheyrandi búningum merktum KSÍ fyrir leik á móti Noregi. Vísir/Andri Marinó Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“ HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30
Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32