Hvar má þetta? Þórarinn Guðnason skrifar 13. júní 2018 07:00 Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar