Ísland verði leiðandi í jafnrétti Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun