Lokahnykkurinn Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2018 10:00 Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun