Kattarþvottur Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun