Lagaskilyrði um framkvæmd símhlustunar ekki uppfyllt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Lögregla hefur ýmis ráð til þess að sinna hlutverki sínu. Vísir/Stefán Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira