Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um kynferðisbrot. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hið meinta brot framið á tjaldsvæðinu í Réttarhvammi sem útbúið var fyrir hina svokölluðu Bíladaga haldnir eru á Akureyri um helgina.
Lögreglan hefur manninn í haldi og verður hann yfirheyrður síðar í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en þrír voru handteknir í nótt vegna ölvunar og óspekta.
Hefur lögregla einnig haft afskipti af þó nokkrum ökumönnum vegna hraðakasturs en lögregla er með aukinn viðbúnað vegna hátíðarinnar.
Grunaður um kynferðisbrot á Akureyri
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent