Áfram á sömu braut Jón Atli Benediktsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun