Áfram á sömu braut Jón Atli Benediktsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun